Laufey Rún Ketilsdóttir, lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, eiga von á barni í byrjun sumars.

Laufey Rún deildi gleðifréttunum á Instagram-síðu sinni.

Fréttablaðið óskar parinu innilega til hamingju með barnalánið.

Myndin sem Laufey Rún deildi með fylgjendum sínum.
Mynd/Instagram

Fréttablaðið greindi frá því fyrr á árinu að Laufey Rún og Bergþór væru nýtt par. Þau höfðu þá þekkst lengi en nýlega byrjað saman.

Þrátt fyrir að þau séu nú í sitt hvorum flokknum voru þau bæði virk í starfi Sambands ungra sjálfstæðismanna á sínum yngri árum.

Bæði hafa þau starfað sem aðstoðarmenn ráðherra en Laufey var aðstoðarmaður Sigríðar Á. Anderssen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Bergþór var áður aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, fyrrum samgönguráðherra.