Love Is­land parið Gemma Owen og Luca Bish voru ó­sátt við hvort annað og löbbuðu heim til sín á hótel í London í gær í sitt­hvoru lagi að loknum tökum á endur­funda­þætti áttundu og nýjustu seríunni af Love Is­land sem nú er senn á enda.

Breska götu­blaðið Mirror full­yrðir fullum fetum að andað hafi köldu á milli parsins og virðist vera sem endur­funda­þátturinn hafi tekið á parið. Götu­blaðið lætur þess einnig getið að Luca hafi rætt við ljós­myndara og viður­kennt að þau hafi átt í erjum.

Parið gekk í sitthvoru lagi inn á hótel. Gemma hafði lítinn áhuga á papparössum og gleymdi töskunni sem Luca neyddist
Skjáskot/Mirror

Endur­funda­þáttarins er beðið með mikilli eftir­væntingu en Mirror segir að þátturinn hafi verið á­taka­þáttur. Fram­leið­endur hafi meðal annars neyðst til þess að stíga inn í erjur á milli tveggja kepp­enda.

Þau Luca og Gemma voru í góðu stuði á leið til stúdíósins að því er má sjá á Insta­gram síðu Gemmu. Þar sitja þau saman í bíl á leið til stúdíósins og hrósar Luca henni í há­stert.

Allt í erjum á setti

Mirror segir að endur­funda­þátturinn sem sýndur verður í bresku sjón­varpi um helgina hafi verið ó­reiðu­kenndur og fullur af erjum, eins og því er lýst af blaðinu.

Þá hafi Casa Amor kepp­endurnir Coco Lod­ge og Sum­mer Botwe sér­stak­lega rifist. Hefur blaðið eftir gesti af Twitter að Coco hafi að endingu gengið út vegna bræði.

Enga trú á Gemmu og Luca

Að­dá­endur Love Is­land virðast full­vissir um að þau Luca og Gemma muni ekki endast lengi saman. Tekur Mirror saman tíst þar sem að­dá­endur lýsa yfir á­hyggjum af líkams­stöðu Gemmu í endur­funda­þættinum.

„Hún virðist vera búin að fá nóg,“ skrifar einn um parið sem komst alla leið í úr­slit þáttanna og lenti í öðru sæti.

„Af hverju lítur Gemma út fyrir að vera gísl?“ spyr einn á meðan sá þriðji segist ekki geta beðið eftir því að Gemma hætti með Luca. „Svona litu Díana og Karl út áður en þau skildu,“ skrifar sá fjórði.

Instagram/Skjáskot