Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral, sem kom sá og sigraði Euro­vision söngva­keppnina árið 2017, hefur opin­berað að hann muni birtast í nýju Euro­vision myndinni sem kemur út á Net­flix síðar á þessu ári. Hann opin­beraði þetta í portúgalska spjall­þættinnum Prova Oral.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá var mikill við­búnaður á Húsa­vík síðasta sumar þegar stirni líkt og Will Ferrell og Pi­erce Brosnan mættu þangað til að taka upp at­riði í myndinni. Þar fara þeir með hlut­verk ís­lenskra feðga. Þá leikur Rachel M­cA­dams líka í myndinni og Björn Hlynur Haralds­son fyrr­verandi kærasta hennar.

Í portúgalska þættinum stað­festi Salvador, sem sjálfur hefur farið nokkuð hörðum orðum um söngva­keppnina, að hann hafi verið fenginn til að leika götu­tón­listar­mann í myndinni. Hann hefur ný­verið mildast í af­stöðu sinni gagn­vart keppninni að því er fram kemur á vef Wiwi­bloggs.

„Mér var boðið að gera myndina með Will Ferrell, Euro­vision: The Mo­vi­e,“ sagði Sobral. „Ég fór og gerði það, tók þátt í myndinni með Will, Rachel M­cA­dams og Pi­erce Brosnan.“

„Ég spilaði á píanó og söng. Myndin kemur út í maí og þetta var risa­verk­efni.“