Söng­konan Salka Sól prjónaði lopa­peysur á Volodomír Selenskíj Úkraínu­for­seta. Söng­konan greinir frá þessu á Face­book en Þór­dís Kol­brún Gylfa­dóttir utan­ríkis­ráð­herra af­henti for­setanum peysuna.

„Fékk mögu­lega undar­legasta sím­tal sem ég hef fengið frá að­stoðar­manni ráð­herra síðustu helgi. Ég var beðin um að prjóna ís­lenska lopa­peysu fyrir for­seta Úkraínu sem honum yrði færð sem gjöf frá utan­ríkis­ráð­herra,“ skrifar Salka Sól.

Hún segir ekk­ki hafa verið hægt að segja nei við slíkri bón. Hún hafi svo bætt í um betur á­samt Sjöfn Kristjánsdóttur sem hannaði peysurnar en eins og má sjá er önnur í fána­litum Úkraínu.

„Zelen­sky fékk svo peysurnar í gær en því miður náðist ekki að taka mynd af honum en vonandi sjáum við hann bregða fyrir í ís­lenskri lopa­peysu en mest vonum við auð­vitað að þessu stríði fari að ljúka.“

Mynd/Facebook
Mynd/Facebook