Tón­listar­konan Salka Sól Ey­feld birti færslu á Twitter þar sem hún greinir frá því að hún hefði átt að syngja með Enriqu­e Ig­lesias í brúð­kaupi um helgina. Hún hafi þó ekki komist vegna co­vid reglna. „Langaði hvort eð‘ er ekkert að vera í kastala á kampa­vín­sekru í Frakk­landi á launum,“ skrifar hún.
Hún bætir við að hún hafi þó reynt, en verandi ó­létt og hálf­bólu­sett hafi það gengið illa.

„Skiptir engu, ekki eins og ég hafi orðið fyrir ein­hverju tekju­tapi síðustu misseri.“ - ætla má að Salka skrifi þetta í kald­hæðni.

Þess má geta að Róbert Wess­man for­stjóri Al­vogen og Al­vot­ech og Ksenia Shak­hma­nova létu pússa sig saman um síðast­liðna helgi í garðinum við heimili þeirra í Chateau St. Cernin í Frakk­landi. Meðal tón­listar­at­riða var Enriqu­e Ig­lesias sem söng lag þeirra hjóna Hero í veislunni og söng Jökull í Kaleo einnig fyrir gesti.

Þá sá einn vin­sælasti blóma­hönnður um skreytingarnar í veislunni, og af myndum af dæma eru þær hinar glæsi­legustu. Þetta kemur fyrst fram á vef Mann­líf.