Tón­listar­fólkið Salka Sól Ey­feld og Arnar Freyr Frosta­son hafa nú eignast stúlku en barnið kom í heiminn undir lok ársins 2019.

Vart þarf að kynna hjónin sem giftu sig í sumar við há­tíð­lega at­höfn í Hval­firðinum, sem vakti gríðar­lega mikla at­hygli. Þá opnaði Salka sig fyrr um sumarið og sagðist hafa haldið að hún gæti aldrei orðið ó­létt.

„Ég treysti mér aldrei til að tala um þetta opin­ber­­lega, sorgin og kvíðinn sem fylgdi þessu var ein­fald­­lega of mikill. Ég var hins vegar mjög opin með þetta við fólkið mitt, en núna finnst mér gott að létta af mér. Við getum ekki beðið eftir því að verða for­eldrar þessa barns.“