Brasilíska fyrirsætan Nathalia Soliani segir Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmann í knattspyrnu, hafa haldið framhjá sér með þýsku leikkonunni Valentina Pahde. Rúrik og Pahde tóku bæði þátt í þýska Allir geta dansað. Vísir greindi fyrst frá.

Soliani birti í Instagram-sögum skjáskot af myndum sem hún hefur fengið sent af Rúrik og Pahde saman á grísku eyjunni Mykonos. Hún hefur síðan eytt færslunni og hætt að fylgja Rúrik á Instagram.

Soliani hefur eytt færslunni
Skjáskot/Instagram Nathalia Soliani