Leik- og söngkonan Evan Rachel Wood sem steig fram og lýsti ofbeldi af hálfu Marilyn Manson þegar þau voru í sambandi á síðasta ári sakar Manson um nauðgun við upptökur á tónlistarmyndbandinu Heart-Shaped Glasses í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd var um helgina.
Í heimildarmyndinni lýsir Wood því að henni hafi verið tilkynnt að í myndbandinu myndu þau leika kynlífssenu en að Manson hafi í raun stungið limnum inn í leggöng hennar án leyfis.
Manson og Wood trúlofuðust í ársbyrjun árið 2010 en slitu sambandinu síðar á árinu. Hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í hinum geysivinsælu þáttum Westworld.
„Ég var neydd til kynlífsathafna á fölskum forsendum. Þetta var í fyrsta sinn sem hann braut á mér og bókstaflega nauðgaði mér í mynd,“ segir Wilson og sagði að þetta hefði verið fyrsta skref Manson í átt að ofbeldissambandi.
Undanfarin ár hafa fleiri konur stigið fram og lýst ofbeldi af hálfu Manson.