Banda­ríski tón­listar­maðurinn Kanye West er sagður hafa sýnt starfs­fólki sínu klám­fengnar myndir af Kim Kar­dashian, fyrr­verandi eigin­konu sinni. Að minnsta kosti tveir fyrr­verandi starfs­menn West halda þessu fram sam­kvæmt um­fjöllun Rolling Stone-tíma­ritsins.

Annar þessara ein­stak­linga segir að West hafi sýnt honum „klám­fengna“ mynd af Kim þegar hann mætti til hans í at­vinnu­við­tal árið 2018. „Konan mín var að senda mér þetta,“ á Kanye að hafa sagt áður en hann sneri símanum sínum að honum og sýndi honum mynd af eigin­konu sinni.

Annar starfs­maður rifjar upp að West hafi sýnt starfs­fólki Yeezy mynd­band af Kim þetta sama ár, en aug­ljós­lega hafi verið um að ræða efni sem ekki var ætlað var til al­mennrar dreifingar. Í umfjöllun Rolling Stone er ljósi varpað á ógnarstjórnun Kanye West og hann hafi notað ýmsar aðferðir til að kúga starfsfólk sitt.

Kim Kar­dashian sótti um skilnað frá Kanye West í febrúar á síðasta ári en þá höfðu þau verið gift í sjö ár.

Hér má nálgast um­fjöllun Rolling Stone.