Milljarða­mæringurinn Rupert Mur­doch er sagður hafa sent eigin­konu sinni, Jerry Hall, SMS-skila­boð þar sem hann til­kynnti henni að hann vildi skilnað.

Fyrir helgi var til­kynnt að hjónin, sem gengu í það heilaga árið 2013, væru að skilja en Mur­doch er orðinn 91 árs á meðan Hall er 65 ára.

Heimildar­maður Mail On­line heldur því fram að það hafi verið Mur­doch sem vildi skilnað og hann hafi raunar farið nokkuð ó­venju­lega leið þegar hann til­kynnti Hall það. Hann hafi sent henni smá­skila­boð þar sem hann lét vilja sinn í ljós og þetta hafi komið Hall í opna skjöldu. Hvorki full­trúar Mur­doch né Hall hafa tjáð sig um málið.

Heimildar­maðurinn segir að á­stæða skilnaðarins séu öðru­vísi á­herslur hjónanna í sínu einka­lífi og þá sé það Mur­doch mjög á móti skapi að Hall reykir að stað­aldri.