Saga Lluvia Sigurðardóttir fimm barna móðir og eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losti.is segir mikilvægt að ræða allt sem snýr að unaði við heimilisfólkið.

Hún leggur mikla áherslu á að kynlíf og kynlífstæki verði sjálfsagt umræðuefni á öllum heimilum og segir að kynlífstæki séu jafn sjálfsögð í jólapakka og annað heimilistæki.

„Ég gjörsamlega elska þennan árstíma, það er líka ótrúlega gaman að hjálpa fólki við að finna réttu gjöfina. Búðin okkar er komin í jólabúninginn og hægt er að tylla sér í sófann með heitt kaffi og konfektmola meðan við veltum fyrir okkur bestu gjöfinni fyrir þann sem þú ert með í huga,” segir Saga í viðtali við Vísi.

Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast á vísi.is