Vinir og vanda­menn hafa á­kveðið að hefja söfnun til að koma Rósin­krans Már Kon­ráðs­son heim til Ís­lands og halda jarðar­för. Rósin­krans, kallaður Rósi, skilur eftir sig ó­létta konu og þrjú börn.

Rósi fannst látinn í Köpings­vík á Ölandi síðast­liðinn mið­viku­dag en hans hafði verið saknað síðan 25. septem­ber eftir slys á sæþotu. Kafarar fundu hann af til­viljun í köfunar­leið­angri um svæðið.

„Nú er komið að því að flytja þarf hann Rósa okkar heim og halda fyrir hann jarðar­för eftir langa leit sem konan hans hefur staðið sig eins og hetja fyrir á­samt góðum hópi fólks,“ segir Þóra Birgis­dóttir, vin­kona fjöl­skyldunnar í færslu á Face­book-síðu sinni.

Þóra hefur á­samt öðrum nánum vinum og ættingjum á­kveðið að hrinda af stað söfnun fyrir fjöl­skyldunni þannig að hægt sé að koma Rósa til landsins og jarða hann við hliðina á föður sínum.

„Enginn á að þurfa að jarða manninn sinn eða ungan föður sinn eftir jafn dramatískan dánar­dag eins og hann Rósi og hans fjöl­skylda upp­lifðu,“ segir Þóra.

Hægt er að leggja fjöl­skyldunni lið með því að leggja inn á styrktar­reikning.
Reiknings­númer: 0153-26-047233
Kenni­tala: 170485-2469