Sæ­var Helgi Braga­son, stjörnu­fræðingur og vísinda­miðlari og Þór­hildur Fjóla Stefáns­dóttir, hug­búnaðar­sér­fræðingur, eiga von á barni.

Þetta kemur fram í ein­lægri Twitter færslu. Þar birtir parið mynd af sér með sónar­mynd. Ljóst er að lítill drengur er væntanlegur í heiminn.

„Sæ­vars­son, það sem við hlökkum til að hitta þig,“ skrifar Þór­hildur Fjóla við myndina.