Sæþór Kristíns­son fór rétt í þessu með sigur af hólmi í einum stærsta raun­veru­leika­þætti Dan­merkur, baksturs­þættinum Den stor­e bage­dyst. Úr­slitin fóru fram á DR í kvöld.

Sæþór sló í gegn í þætti kvöldsins með meistara­verki sínu: kökum sem eru inn­blásnar af Ís­landi. Kökurnar sátu á stuðla­bergi, ein skreytt eins og hraun, önnur eins og ís og sú þriðja eins og vatn.

Sæþór segir í sam­tali við Frétta­blaðið að sigur­til­finningin sé lyginni líkust. Í októ­ber síðast­liðnum lýsti hann því í blaðinu hvernig hann hefði skráð sig í keppnina til heiðurs minningu móður sinnar, Kristínar Stein­gríms­dóttur, sem lést úr krabba­meini í janúar síðast­liðnum.

„Þau elskuðu Ís­lands­kökurnar mínar,“ segir Sæþór sem kveður sigurinn til­einkaðan móður sinni heitinni. Hann er fyrsti keppandinn af er­lendu bergi brotnu sem fer með sigur af hólmi í hinum geysi­vin­sælu, dönsku þáttunum.

Kvöldinu ver Sæþór með systrum sínum að horfa á þáttinn sem ekki var í beinni ­út­sendingu heldur tekinn upp síðasta sumar. Hann bakaði sömu kökur fyrir þær og skiluðu honum sigrinum.

„Ég er ó­trú­lega stoltur af þessu. Ég bjóst alls ekki við því að komast svona langt og að vinna allt heila klabbið er eigin­lega bara lygi­legt,“ segir Sæþór við Frétta­blaðið.

Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend