Líkt og venjan er sýnir Ríkis­út­varpið jóla­daga­tal þetta árið og er það að þessu sinni sænskt.

Sam­kvæmt dag­skrá RÚV fyrir 1. desember næst­komandi verður fyrsti þáttur jóla­daga­talsins Saga Selmu (Selmas Saga) sýndur klukkan 18:01. Saga Selmu var sýnt í sænska ríkis­sjón­varpinu árið 2016.

Það segir frá hinni átta ára gömlu Selmu Trask­vist, leikin af Ester Vu­ori, og fjöl­skyldu hennar sem eiga á hættu að var borin út af heimili sínu. Í miklu upp­námi hleypst hún á brott af heimili sínu út í vetrar­nóttina og leitar skjóls í stærðarinnar byggingu sem síðar kemur í ljós að hýsir Vísinda­akademíuna. Þar er vísinda­manninn Efra­im von Trippel­hatt, leikinn af Johan Ul­ve­son, sem vinnur að gerð loft­skips og ætlar með því að sanna til­vist jóla­sveinsins sem hann er sann­færður um að er raun­veru­legur.