Sæmundaredda, eitt af krúnudjásnum íslenskra skinnhandrita, bjargaði lífi úkraínsks hermanns í upphafi stríðsins í Úkraínu, ef marka má mynd og færslu sem birtist á íslenska hluta samfélagsmiðilsinsReddit.
Þar birtist mynd af bókinni og má sjá gat á bókinni og byssukúluna. „Vinkona í Úkraínu sendi mér þetta frá hermanni, sem var skotinn stuttu eftir að stríðið hófst,“ skrifar notandinn sem birtir færsluna sem vakið hefur mikla athygli.
Bókin er gefin út af Zhupansky bókaútgáfunni sem hefur aðsetur í Kænugarði. Hefur bókaútgáfan gefið út ýmsar heimsþekktar bækur í úkraínskri þýðingu, að því er fram kemur á heimasíðu bókaútgáfunnar. Sæmundaredda í úkraínskri þýðingu er á Reddit sögð hafa stðvað skot leyniskyttu og bjargað lífi hermannsins sem hafði hana í vasa sínum.
Færslan hefur vakið mikla athygli og segir notandinn að svo virðist vera sem fornir Íslendingar aðstoði Úkraínumenn frá Valhöll. Annar notandi grínast með það að byssukúlan hafi eins og margir sem setið hafi setið áfangann ÍSL303 í menntaskóla átt erfitt með að komast í gegnum þessa bók. Þá skrifar sá þriðji: „Eigi skal skjóta.“
