For­svars­menn Sæl­ker­a­búð­ar­inn­ar við Bitr­u­háls munu í ág­úst opna kjöt­borð í tveim­ur versl­un­um Hag­kaups, Garð­a­bæ og Kringl­unn­i. Að baki vör­um Sæl­ker­a­búð­ar­inn­ar eru meist­ar­a­kokk­arn­ir Hin­rik Lár­us­son og Vikt­or Örn Andrés­son sem báð­ir hafa ver­ið í ís­lensk­a kokk­a­lands­lið­in­u. Gert er ráð fyr­ir því að báð­ar versl­an­ir opni í seinn­i hlut­a ág­úst­mán­að­ar.

Í til­kynn­ing­u frá Hag­kaup kem­ur fram að hug­mynd þeirr­a gang­i út á að opna það sem kall­að er „Búð í búð“ en Sæl­ker­a­búð­in verð­ur með sér versl­un inni í versl­un­um Hag­kaups.

„Við erum til­bún­ir að stækk­a og ná til stærr­i hóps með okk­ar frá­bær­u vör­um” sögð­u þeir fé­lag­ar spurð­ir um á­stæð­u þess að færa út kví­arn­ar. Þeg­ar tæk­i­fær­ið bauðst til að vinn­a með Hag­kaup þá fannst okk­ur það pass­a við okk­ar fram­tíð­ar­sýn. Hag­kaup er sú versl­un sem býð­ur lands­mönn­um upp á fram­úr­skar­and­i úr­val í öllu sem snýr að mat og fersk­u græn­met­i. Við töld­um það frá­bær­a leið að leggj­a í þett­a ferð­a­lag með þeim. Við erum þess full­viss­ir að við­skipt­a­vin­ir Hag­kaups, sem eru mikl­ir mat­gæð­ing­ar, eigi eft­ir að taka okk­ur fagn­and­i og okk­ur hlakk­ar til að tak­ast á við þess­a spenn­and­i á­skor­un,“ segj­a þeir Vikt­or og Hin­rik í til­kynn­ing­unn­i.

„Við í Hag­kaup eru sí­fellt að leit­a leið­a til að styrkj­a þá val­kost­i sem við get­um boð­ið okk­ar við­skipt­a­vin­um. Við vit­um að þeir eru kröf­u­harð­ir og við ger­um okk­ar best­a að stand­a und­ir því. Við telj­um því að þett­a nýj­ast­a út­spil eigi eft­ir að slá í gegn hjá okk­ar við­skipt­a­vin­um,“ seg­ir Sig­urð­ur Reyn­alds­son fram­kvæmd­a­stjór­i Hag­kaups í til­kynn­ing­u en þar kem­ur einn­ig fram að und­ir­bún­ing­ur sé haf­inn við breyt­ing­arn­ar.

Kjötborðið verður í þeirra eigin verslun inni í verslun Hagkaups.
Mynd/Aðsend