Þátturinn Matur & Heimili verður á dag­skrá Hring­brautar í kvöld og þar verður brot af matar­flórunni á Egils­stöðum í for­grunni.

Þátta­stjórnandinn Sjöfn Þórðar hittir meðal annars Sig­rúnu J. Þráins­dóttur fram­kvæmda­stjóra. Sjöfn heim­sækir tvo ó­líka veitinga­staði sem báðir njóta mikilla vin­sælda fyrir sína sér­stöðu og matar­gerð og eru báðir eru í eigu fjöl­skyldu Sig­rúnar.

Sá fyrri, Skálinn Diner, er inn­réttaður að amerískir fyrir­mynd og sá eini sinnar tegundar á Ís­landi og býður uppá veitingar í anda amerískra dinerar frá sjötta ára­tugnum.

Hinn er veitinga­staðurinn Glóð, sem er þekktur fyrir sinn ein­staka pizza­el­dofn, al­vöru pizzu­gerð og sæl­kera mat­seðil sem lokkar inn matar­gesti hvað­eina að í heiminum. Matur, mun­úð og list er rauði þráður þáttarins í kvöld.