Kait­lyn Bristowe, fyrr­verandi Bachelor keppandi og kynnir í síðustu seríu, hefur loksins opnað sig um það hvers vegna hún mætir ekki aftur sem kynnir í næstu seríu af The Bachelorette. Svo virðist af svörum hennar að dæma að hún hafi ekki vitað af því sjálf.

Að­dá­endur þáttanna vita að Kait­lyn hefur sinnt gigginu í síðustu tveimur seríum á­samt Tays­hiu Adams, eftir að Chris Har­ri­son sagði skilið við þættina á síðasta ári í kjöl­far hneykslis­máls.

„Ég býst við því, höskuldar­við­vörun, að ég sé ekki að koma aftur,“ segir Kait­lyn, að því er fram kemur á banda­ríska vef­miðlinum Us Magazine.

Svo virðist vera sem hún hafi verið látin vita heldur seint af því af hálfu þátta­stjórn­endanna en hún komst að því á sama tíma og allir þegar Jes­se Pal­mer, nýr kynnir til­kynnti að hann yrði líka í næstu seríu.

„Ég sá í endanum á síðasta þætti að Jes­se Pal­mer til­kynnti að það yrðu tvær pipar­meyjar og að hann yrði þar,“ segir Kait­lyn.

Hún segir að sér finnist hann frá­bær. „Hann verður frá­bær kynnir og ég vona að hann að­stoði Gabby og Rachel eins og hann getur. Ég væri til í að vera þarna fyrir þær. Það hefði meikað sen­se að hafa konu þarna fyrir þær. Ég verð sorg­mædd.“

Hún segist þó líta á á­kvörðunina sem dul­búna blessun. „Ég vil láta eigin­manninn og hundana í for­gang. Undir­búa brúð­kaupið mitt og það er margt í gangi næstu mánuði.“

Heimildar­maður banda­ríska miðilsins segir ekki loku fyrir það skotið að Kait­lyn og Tayshia mæti aftur í þættina sem kynnar. „Aldrei segja aldrei.“