Fólk

Rybak gæti töfrað Jón Viðar að Euro­vision með fiðlunni

Margir tóku þeim tíðindum fagnandi að Alexander Rybak muni keppa í Eurovison fyrir Noregs hönd á ný. Einn þeirra sem gleðjast er leikhúsgagnrýnandinn beinskeytti Jón Viðar Jónsson sem féll kylliflatur fyrir drengnum 2009.

Alexander Rybak heillaði gagnrýnandann Jón Viðar á sínum tíma og mun að öllum líkindum endurtaka þann leik í vor. Fréttablaðið/Samsett

Alexander Rybak, sem sigraði Eurovison 2009, með fiðluævintýri sínu mætir aftur til leiks fyrir Noreg í Eurovision í Lissabon í maí. Þegar hann sigraði með laginu Fairytale hlaut hann 387 stig og setti þar með met í sögu keppninnar.

Jón Viðar Jónsson, sem er þekktur fyrir óvægna gagnrýni og þá helst um sviðslistir, fagnar endurkomu Rybak og upplýsir á Facebook að hann hafi í fyrsta og eina skipti greitt atkvæði í Eurovision og rann til til Rybaks.

 „Jahérna ... það skyldi þó ekki fara svo að maður setjist yfir Júróvisjón. Þetta er eina skiptið sem ég hef sent atkvæði inn í keppnina - féll kylliflatur fyrir stráknum. Og jú, auðvitað melódíunni líka,“ skrifar Jón Viðar og varpar fram spurningu í kjölfarið. „En ég var ekki einn um það ... eða var það nokkuð?“

Tölurnar tala sínu máli og ljóst að Jón Viðar var ekki einn um aðdáun á Rybak. Og þótt sjaldnast sé á vísann að róa í Eurovision hlýtur Rybak að teljast hafa fengið gott veganesti til Portúgal með slíka einkunn frá Jóni Viðari.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Ís­land ó­lík­legast til sigurs í Euro­vision

Lífið

„Mér finnst lagið gott en sé það ekki komast í loka­keppnina“

Lífið

​„Nú tekur vinnan við“

Auglýsing

Nýjast

Sögufrægt einbýli á 250 milljónir

Orka náttúrunnar bætir and­rúms­loftið

Hvernig ríkið getur haldið á­fram að bruðla á fólki

Charging Center One hleðslustöð

Katrín Tanja selur miðbæjarslotið

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Auglýsing