Þátta­stjórnandinn Ryan Seacrest stað­festi að sam­bandi hans við stjörnu­kokkinn Shaynu Taylor væri lokið. Parið hefur verið saman og sundur síðan árið 2012 og í maí síðast­liðinn ræddi Seacrest sam­bandið og sagðist vera hamingju­samur að þriðja skiptið gengi svo vel.

Tölu­verður aldurs­munur er á parinu fyrr­verandi en Seacrest er 45 ára en Taylor 28 ára.

Ný kona í spilunum

Síðast­liðna daga hafa myndir úr fríi þátta­stjórnandans í Mexíkó ratað í ýmis götu­blöð á borð við Daily Mail en þar sést Seacrest í góðu yfir­læti á­samt dular­fullrar konu.

Fólk veltir nú vöngum yfir því hvort sjón­varps­maðurinn hafi fundið ástina á ný á met­hraða og segja heimildar­menn E news að nýja parið hafi átt mjög rómantískt frí á­samt vinum sínum.