Leikarinn Ryan Reynolds mætti á dögunum í stórfyndið viðtal í þætti Ellen þar sem hann ræddi við hana um dætur sínar tvær og uppeldið. 

Spurður út í dætur sínar, sem eru tveggja ára og fjögurra ára sagðist leikarinn að um væri að ræða algjört málaliðastarf. Þá spurði Ellen hann hvernig það væri að eiga börn um jólin. 

„Ég elska að vera pabbi. Það hefur eiginlega gert mig að betri manneskju og ég sakna þess að vera hræðilegur,“ segir Ryan við hlátrasköll áhorfenda.

„Það er auðvitað erfitt, og alltaf áskorun auðvitað, þar sem þetta eru tvö börn. Ég hugsa um það að blikka núna eins og lítil hlé á hverjum degi.“ 

Þá ræddi Ryan jafnframt nýja hátíðarútgáfu af Deadpool sem leyfð er fyrir fleiri aldurshópa en upprunalega útgáfan. 

„Það tala margir foreldrar við mig og spyrja um þessa útgáfu, því fólk vill útgáfu af myndinni sem það getur horft á með krökkunum sínum, þar með talið ég. Ég hef séð Frozen með stelpunum svo oft. Og fólk veit þetta ekki en ef þú horfir á Frozen aftur á bak er þetta atriði fyrir atriði eins og hryllingsmyndin Exorcist.“

Þetta drepfyndna viðtal má sjá hér að neðan.