Lífið

Ryan Reynolds er kominn með nóg af Frozen

Ryan Reynolds á tvær dætur og virðist hafa horft aðeins of oft á myndina Frozen en hann líkir myndinni við hryllingsmyndina Exorcist.

Ryan Reynolds fór á kostum hjá Ellen. Fréttablaðið/Skjáskot

Leikarinn Ryan Reynolds mætti á dögunum í stórfyndið viðtal í þætti Ellen þar sem hann ræddi við hana um dætur sínar tvær og uppeldið. 

Spurður út í dætur sínar, sem eru tveggja ára og fjögurra ára sagðist leikarinn að um væri að ræða algjört málaliðastarf. Þá spurði Ellen hann hvernig það væri að eiga börn um jólin. 

„Ég elska að vera pabbi. Það hefur eiginlega gert mig að betri manneskju og ég sakna þess að vera hræðilegur,“ segir Ryan við hlátrasköll áhorfenda.

„Það er auðvitað erfitt, og alltaf áskorun auðvitað, þar sem þetta eru tvö börn. Ég hugsa um það að blikka núna eins og lítil hlé á hverjum degi.“ 

Þá ræddi Ryan jafnframt nýja hátíðarútgáfu af Deadpool sem leyfð er fyrir fleiri aldurshópa en upprunalega útgáfan. 

„Það tala margir foreldrar við mig og spyrja um þessa útgáfu, því fólk vill útgáfu af myndinni sem það getur horft á með krökkunum sínum, þar með talið ég. Ég hef séð Frozen með stelpunum svo oft. Og fólk veit þetta ekki en ef þú horfir á Frozen aftur á bak er þetta atriði fyrir atriði eins og hryllingsmyndin Exorcist.“

Þetta drepfyndna viðtal má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hið góða mest gúgglað árið 2018

Lífið

Plötuðu milljónir Twitter not­enda fyrir skóla­verk­efni

Lífið

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í há­tíðar­kvöld­verð

Auglýsing

Nýjast

Súkku­laði flæddi um götur þýsks smá­bæjar

Fox hrædd við að opna sig þrátt fyrir #MeT­oo

Konur í aðalhlutverkum vinsælli en karlar

Fyrst konur og nú karlar á trúnó

Breyttu Iceland í sann­kallað ís­land

Meg­han sögð van­treysta föður sínum

Auglýsing