Svo gæti farið að ríkis­út­varpið verði sektað vegna upp­á­tækis Hatara með Palestínu­fánann í Euro­vision söngva­keppninni síðast­liðinn maí. Þetta stað­festir Rúnar Freyr Gísla­son, verk­efna­stjóri Söngva­keppninnar í sam­tali við Frétta­blaðið.

Eins og Frétta­blaðið hefur nú þegar greint frá mun Ís­land verða með í keppninni að ári. Mikil um­ræða skapaðist um mögu­legt þátt­töku­bann í kjöl­far upp­á­tækisins þar sem liðs­menn Hatara flögguðu fána Palestínu í miðri stiga­gjöf keppninnar.

Rúnar segir að RÚV og EBU eigi í við­ræðum vegna málsins. Fari svo að RÚV verði gert að greiða sekt, yrði um­rædd upp­hæð ekki há.

Það hafi raunar aldrei verið mögu­leiki að Ís­land yrði ekki með en keppnin fer fram á Rotter­dam að ári. Styttist í að óskað verði eftir lögum í Söngva­keppnina 2020.