Rut Káradóttir einn fremsti innanhússarkitek landsins hefur sett hús sitt til sölu við Fremristekk 13 í Reykjavík.
Eignin er skráð 242 fermetrar að stærð auk 26,9 fermetra bílskúrs. Einstakt útsýni er yfir Elliðaárdal, borgina, Esjuna og allt út á Snæfellsnes úr húsinun sem er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt og byggt árið 1971.
Rut hannaði húsið að innan öllu leyti sem er með þeim glæsilegri. Hlýlegir tónar umvefja hvert rými og fær hver og ein mubla að njóta sín.
Eignin er á þremur hæðum en gengið er inn á millihæð hússins. Þar má finna gestasnyrtingu og lítið vinnuherbergi.
Á efri hæð hússins er stofa, borðstofa og eldhús í opnu og björtu rými. Í eldhús eru sérsmíðaðar innréttingar og stórri eyju með góðu vinnuplássi.
Þá er hægt er að ganga úr stofunni út á svalir sem vísa í suður, en þær liggja með fram húsinu á þrjár hliðar. Á sömu hæð er einnig eitt herbergi sem er notað sem vinnustofa sem gæti nýst sem herbergi eða borðstofa.
Á neðri hæðinni eru tvö rúmgóð svefnherbergi, lítið fataherbergi, baðherbergi með sturtu og rúmgott spa-rými með heitum potti og vatnsgufu.
Sjón er sögu ríkari.















