Rut Guðnadóttir hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin í ár fyrir bókina Vampírur, vesen og annað tilfallandi. Rut hefur áður skrifað pistla og smásögur en Vampírur, vesen og annað tilfallandi er fyrsta skáldsaga hennar.

Bókin segir frá vinkonunum Millu, Rakel og Lilju. Þegar furðuleg veikindi fara að breiðast um skólann ákveða þær að gera eitthvað í málunum. Ekki er hægt að biðja fullorðna fólkið um hjálp, það er gagnslaust, og hver myndi svo sem trúa þremur þrettán ára stelpum sem halda því fram að stærðfræðikennarinn þeirra sé vampíra? Ófyrirsjáanleg lögbrot, vinslit og misgáfulegar málfræðireglur flækjast svo fyrir tilraunum stelpnanna til að komast að því hvort nokkuð yfirnáttúrulegt sé yfirhöfuð á kreiki.

Rut er 26 ára gömul, pistlahöfundur og háskólanemi. Hún er dóttir Guðna Th. forseta Íslands og Elínar Haraldsdóttur, listamanns.

Verðlaunin voru veitt með öðruvísi sniði í ár. Til að fylgja reglum um fjöldatakmarkanir voru aðeins dómnefnd, fjölmiðlar og nánast fjölskylda verðlaunahafa viðstödd athöfnina.

Vaka-Helgafell gefur bókina út.

Rut Guðnadóttir er handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna 2020 💖 Bókin er Vampírur, vesen og annað tilfallandi 🧛‍♀️ við...

Posted by Forlagið útgáfa on Thursday, 22 October 2020