Ástralski stór­leikarinn og Ís­lands­vinurinn Rus­sell Crowe gerði sér lítið fyrir í morguns­árið og deildi mynd­bandinu af lagi Daða Freys og Gagna­magninu úr Söngva­keppninni.

Leikarinn skrifar ekki mikið við lagið en kann aug­ljós­lega að meta það. „Lag,“ skrifar hann ein­fald­lega, eða „Song“ á upp­runa­málinu. Lag Daða Freys virðist hafa vakið nokkra at­hygli á al­þjóða­vett­vangi og vakti sjón­varps­maðurinn Gísli Marteinn Baldurs­son at­hygli á því á Twitter síðunni sinni.

Crowe hefur lengi verið Ís­lands­vinur mikill. Hann var síðast hér á landi árið 2013 við tökur á stór­myndinni Noah. Daði mun koma til með að keppa í úr­slita­keppni Söngva­keppninnar á­samt fjórum öðrum lögum þann 29. febrúar næst­komandi, í æsi­spennandi keppni.