Nokkrir þekktir leikarar úr Hollywood eru í hópi þeirra sem settir hafa verið á svartan lista hjá yfir­völdum í Moskvu. Eins og greint var frá fyrr á þessu ári eru Ís­lendingar einnig í þessum hópi þó nöfn þeirra hafi ekki verið gerð opin­ber.

Í til­kynningu frá rúss­neskum yfir­völdum í morgun kemur fram að 25 Banda­ríkja­mönnum hafi verið bætt á lista þeirra sem ekki fá að koma til Rúss­lands. Þar á meðal eru leikararnir Sean Penn og Ben Stiller.

Báðir hafa þeir verið gagn­rýnir á rúss­nesk stjórn­völd og lýst yfir stuðningi við Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið. Hittu þeir til dæmis Volodomír Selenskí, for­seta Úkraínu, í sumar.

Rússar vilja með þessu bregðast við refsi­að­gerðum Banda­ríkja­manna vegna inn­rásarinnar í Úkraínu.

Rúm­lega þúsund banda­rískir ríkis­borgarar eru þegar á lista þeirra sem ekki fá að koma til Rúss­lands.