Nathalia er á mála hjá alþjóðlegu umboðsskrifstofunni IMG models og hefur m.a komið fram í auglýsingaherferðum Top Shop og Asos. Myndaþáttur og umfjöllun um hana birtust í spænsku útgáfu karlatímaritsins FHM árið 2012 en þar kom fram að fyrirsætuferilinn hennar hafi hafist í Japan þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Aðspurð hvort hún myndi frekar velja að verja kvöldi dansandi samba eða að horfa á  fótboltaleik svarar Nathalia ákveðin: Að horfa á fóboltaleik! Nathalia er augljóslega mikil íþróttamanneskja og iðkar box af miklu kappi og segir það vera sína uppáhalds íþrótt.

Stalstu Rúrik frá mér?

Rúrik leikur með SV Sandhausen í Þýskalandi og hafa þarlendir fjölmiðlar fjallað um sambandið og bent á að ekki fagni allir samrunanum. Eins og frægt er orðið er Rúrik sérlega vinsæll hjá Suður-amerísku kvenfólki og eru þær duglegar að láta velvild sína í ljós á instagram reikningi fótboltamannsins þar sem fylgjendur hans eru komnir yfir eina milljón. 

Hingað til hafa athugasemdirnar aðallega lotið að útliti kappans og einhverjar ástarjátningar hafa verið látnar flakka en nú má greina annan tón. Nokkrar þeirra sem skilja eftir athugasemdir segja Nathaliu vera heppnustu konu í heimi, aðrar segjast vera með tárum og saka hana um að hafa stolið kappanum. Einnig er Nathalia beðin að gæta hans sérlega vel og einhverjar fagna því að það sé þó alla vega latnesk dama sem nældi sér í hann og biðja hana fyrir skilaboðum til hans.