Rúrik Gísla­son virðist vera til­búinn og undir­búinn undir úr­slitin í þýska dans­þættinum Let's Dance sem fram fara í kvöld, ef marka má Insta­gram síðu keppninnar

Í mynd­bandinu, sem horfa má á hér að neðan, sendir Rúrik á­horf­endum þáttanna kveðju. Hann segist hafa gert sitt besta, og hafa lært ó­trú­lega mikið, ekki bara í dansi heldur líka í lífinu.

„Af hverju ætti ég að vinna, kæra fólk? Ég hef alltaf gefið mitt allra besta. Ég hef unnið mjög hart með Renötu og ég hef líka lært mjög mikið með Renötu, ekki bara sem dansari heldur líka sem manneskja.“

Það er ó­hætt að segja að kappinn hafi gjör­sam­lega slegið í gegn í þáttunum. Hann hefur dansað við hlið dansarans Renötu Luis síðustu mánuði og fengu þau til að mynda fullt hús stiga nú á dögunum.

Sjóð­heitur þýskur að­dáandi hefur reglu­lega birt mynd­bönd af við­brögðum sínum við dansi dans­parsins og má horfa á eitt slíkt hér að neðan. Þar má horfa á hreint ó­trú­lega takta Rúriks, sem greini­lega hrein­lega allt til lista lagt.