Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, var rétt í þessu að verða sá Íslendingur sem flesta fylgjendur hefur á samfélagsmiðlinum Instagram. Fylgjendur Rúriks voru um 30 þúsund við upphaf heimsmeistarakeppninar í fótbolta sem fer fram í Rússlandi um þessar mundir, en eru nú rúmalega 1,3 milljónir.

Fylgjendum Rúriks hefur fjölgað ört frá því að hann kom inn á í leik Íslands og Argentínu fyrir rúmum tveimur vikum, en aðallega eru hinir nýju fylgjendur suðuramerískar konur.

Þegar þetta er ritað er Rúrik með 1.310.199 fylgjendur en næstur á eftir honum kemur kraftlyftingarmaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson með 1.309.800, en fylgjendum Rúriks hefur fjölgað um tæplega 2000 á tveimur tímum.

Hér er hægt að fylgjast með fylgjendafjölda Rúriks í beinni.