„Stundum þarf maður að taka á­hættu í lífinu,“ skrifar fót­bolta­stjarnan Rúrik Gísla­son við mynd af sér hangandi á kletts­brún í Brasilíu í gær. Svo virðist sem hann og kærasta hans, fyrir­sætan Nat­hali­a Soli­ani, hafi verið að spóka sig á náttúru­verndar­svæðinu í Pedra Blan­ca.

Á annarri mynd virðist Rúrik hætta lífi sínu til að kyssa sína heitt­elskuðu á klettinum. Það fylgir þó ekki sögunni að fallið af klettinum er mun styttra en það lítur út fyrir að vera, eða um tveir metrar.

Kletturinn kallast Pedra do Telégrap­he og er vin­­sæll á­fanga­staður ferða­manna sem vilja ná sem bestum myndum til að birta á sam­fé­lags­miðlum.

Myndirnar hafa vakið mikla lukku meðal fylgjenda Rúriks.
Mynd/Instagram