Rúrik Gísla­son, fyrr­verandi lands­liðs­maður í fót­bolta, tekur þátt í þýska sjón­varps­þættinum Job Touristen, sem væri hægt að þýða sem vinnu­túr­istinn. Þættirnir hefja göngu sína á Prosieben á morgun klukkan 18:15 á staðartíma.

Í þáttunum fara sex stjörnur í stíft æfinga­prógram hjá slökkvi­liðs­skóla í Würz­burg og fá þá að prófa hvernig það er að vinna sem slökkvi­liðs­fólk. Auk Rúriks mæta þar Bülent Cey­lan, Laura Kara­sek, Ric­car­do Simonetti, Sandy Mölling og Bastian Biel­endor­fer.

Þýska stöðin Prosieben birti kitlu fyrir þættina á Insta­gram-síðu sína og þar sjáum við allar stjörnurnar klætt sem slökkvi­liðs­fólk.