Rúrik Gísla­son mætti á dögunum á verð­launa­há­tíð tíma­ritsins GQ í Þýska­landi sem haldin var í Komische óperu­húsinu í Ber­lín.

Það er ó­hætt að segja að fót­bolta­kappinn hafi verið glæsi­legur enda í góðum fé­lags­skap með stjörnum líkt og þýska fót­bolta­manninum Toni Kroos, for­múlu­öku­kappanum Lews Hamilton og banda­rísku leik­konunni Sharon Stone.

Á verð­launa­há­tíðinni eru valdir ein­staklingar sem þótt hafa skarað fram úr á ýmsum sviðum. Þannig fékk Toni Kroos verð­laun fyrir fram­lag sitt innan sem og utan vallar, Kim Jones, fata­hönnuður hjá Dior Homme, fékk verð­laun fyrir fram­lag sitt á því sviði, Lewis Hamilton fyrir aksturinn og Sharon Stone fyrir fram­lag sitt til réttinda­bar­áttu kvenna í leik­list.

Líkt og sjá má á með­fylgjandi myndum sómaði Rúrik, sem leikur með Sand­hausen í þýsku deildinni, sér vel með stjörnunum. Þar er hann meðal annars á myndum með hönnuðunum Vanessu de Silvu, Nico­le-Be­at­riche Hubert og leik­konunni Na­s­tössju Kin­ski.

Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty