Vinsældir Rúriks Gíslasonar landsliðsmanns á Instagram eru ævintýralegar. Á örskömmum tíma hefur fylgjendum hans fjölgað úr 30.000 í meira en milljón og eykst hratt.

Stöðu sterkasta manns heims á toppi íslenska Instagramfjallsins er verulega ógnað, en kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson hefur lengst af verið vinsælastur Íslendinga á samfélagsmiðlinum.

Fjallið, líkt og hann er kallaður, var með 1.309.737 fylgjendur seinni partinn í dag, Rúrik fylgir honum fast á eftir með 1.308.302 fylgjendur. Það er ekki á brattann að sækja fyrir Rúrik því nú munar bara örfáum hundraða fylgjenda á milli hans og Fjallsins.

Rúrik á því góða möguleika á því að verða krýndur Instagramkóngur þjóðarinnar innan skamms. 

Fylgist með í beinni: Rúrik Gíslason - Hafþór Júlíus Björnsson