Lífið

Rúrik klífur Instagramfjallið

Vinsældir landsliðsmannsins á Instagram aukast hratt og ógna stöðu Fjallsins sem er enn með flesta fylgjendur Íslendinga. Metið gæti fallið í kvöld

Vinsældir Rúriks á Instagram margfölduðust á skömmum tíma og eru að jafna Íslandsmet Fjallsins á miðlinum. Fréttablaðið/Samsett

Vinsældir Rúriks Gíslasonar landsliðsmanns á Instagram eru ævintýralegar. Á örskömmum tíma hefur fylgjendum hans fjölgað úr 30.000 í meira en milljón og eykst hratt.

Stöðu sterkasta manns heims á toppi íslenska Instagramfjallsins er verulega ógnað, en kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson hefur lengst af verið vinsælastur Íslendinga á samfélagsmiðlinum.

Fjallið, líkt og hann er kallaður, var með 1.309.737 fylgjendur seinni partinn í dag, Rúrik fylgir honum fast á eftir með 1.308.302 fylgjendur. Það er ekki á brattann að sækja fyrir Rúrik því nú munar bara örfáum hundraða fylgjenda á milli hans og Fjallsins.

Rúrik á því góða möguleika á því að verða krýndur Instagramkóngur þjóðarinnar innan skamms. 

Fylgist með í beinni: Rúrik Gíslason - Hafþór Júlíus Björnsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sport

Rúrik náði merkum áfanga

Sport

Vinsældir Rúriks vaxa enn

Fótbolti

Rúrik reimaði á sig markaskóna hjá Sandhausen

Auglýsing

Nýjast

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Landinn bregst við leiknum: „Er Björg­vin Páll vél­menni“

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Hildur Yeoman í Hong Kong

Auglýsing