Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. , Hann spilaði 53 landsleiki og lék með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018 og FCK í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu 2014/15.
Hann kemur inn í teymi Viaplay í aðdraganda þess að sýningar hefjast á fjölmörgum knattspyrnukeppnum en Viaplay sér nýlega rétt til að sýna frá Þjóðadeild Evrópu, undankeppni EM karla í knattspyrnu sem og Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og UEFA Conference League á tímabilinu 2021/22–2023/24. Sýningarréttinum er deilt með SÝN. Rúrik segist vera mjög spenntur að taka þátt í að færa þessar sömu keppnir heim í stofu til áhorfenda.

,,Þegar NENT Group/Viaplay tryggir sér réttindi til að sýna frá stórum knattspyrnuviðburðum, leggjum við áherslu á að byggja upp öflugt teymi til að leiða umfjöllunina. Þar sem Rúrik hefur nýlokið ferli sínum sem atvinnumaður í knattspyrnu kemur hann með ferska nálgun á viðfangsefnið, mikla þekkingu og byggir þar að auki á eigin reynslu af því að leika knattspyrnu í hæsta gæðaflokki,“ segir Kim Mikkelsen, yfirmaður íþróttamála hjá NENT..
,,Síðan ég tók ákvörðun um að leggja skóna á hilluna hef ég verið að leita mér að spennandi og áhugaverðri áskorun. Þegar Viaplay skýrði mér frá framtíðarhugmyndum og plönum varð ég strax til í að taka þátt í þessu verkefni. Ég hlakka mikið til að verða hluti af teymi Viaplay og við ætlum að leggja allt í að færa áhorfendum heimsklassaumfjöllun um fótbolta. Ég tel mig hafa mikið fram að færa með reynslu minni af atvinnumennsku í fótbolta og er spenntur að leggja mitt af mörkum,” segir Rúrik sem lauk ferli sínum sem atvinnumaður í knattspyrnu í lok síðasta árs.
