Rúrik Gísla­­son fyrrum lands­liðs­maður í fót­bolta og dans­stjarna í Þýska­landi birti mynd af sér sköll­óttum á Insta­gram í gær.

Það hefur komið ein­hverjum fylgj­endum hans veru­lega á ó­vart, þar sem hann er frægur fyrir sitt fal­lega hár og svo­kallað man bun.

Skallinn reyndist þó vera Insta­gram filter og sagði Rúrik að hann myndi seint raka af sér hárið.

Rúrik hefur vakið mikla lukku í þýsku dans­keppninni Let's Dance með með­dansara sínum Renata Lusin.

Rúrik með lokkana.
Mynd/Skjáskot
Rúrik sköll­óttur.
Mynd/Skjáskot