Rúnar Freyr Gísla­son verk­efna­stjóri hjá RÚV segir miða­söluna fyrir Söngva­keppni Sjón­varpsins sem hófst á há­degi í dag hafa farið gríðar­lega vel af stað, raunar svo vel að hann hefur ekki séð annað eins.

„Miða­salan fór ó­trú­lega vel af stað. Þetta eru bestu við­tökur sem ég hef séð og ég er búinn að vera í þessu í nokkur ár,“ segir Rúnar í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Það er nánast upp­selt á úr­slita­kvöldið, núna klukku­tíma eftir opnun miða­sölu, en enn eru ein­hverjir miðar eftir á fyrri og seinni undan­úr­slitin og á general­prufuna.“

Greint var frá því í gær að norsku úlfarnir í Subwool­fer yrðu meðal at­riða sem fram koma á Söngva­keppninni í ár. Á­kveðin hefð hefur skapast fyrir því undan­farin ár að fá er­lendar Euro­vision stór­stjörnur á keppina en Tus­se mætti í fyrra og Alexander Rybak, Mans Zel­mer­lov og Lor­een hafa einnig látið sjá sig áður.

Rúnar segir Subwool­fer hafa verið fyrsta val RÚV. „Ís­lenskir á­horf­endur gáfu laginu 10 stig í Euro­vision­keppninni í fyrra og ís­lenska dóm­nefndin gaf þeim 8 stig. Við gáfum okkur þess­vegna að það væri mikill á­hugi á að fá þá til okkar. Og mér sýnist á við­brögðunum að það hafi verið rétt metið. Úlfarnir voru strax spenntir að koma til Ís­lands og hlakka mikið til að koma.“