Rúm­ensk­a sjón­varps­stöð­in TVR hef­ur hóta að taka ekki aft­ur þátt í Eur­o­vis­i­on og hót­að lög­sókn gegn Sam­band­i evr­ópskr­a sjón­varps­stöðv­a, EBU, í kjöl­far þess að sam­band­ið full­yrt­i í gær að sex lönd, þar á með­al Rúm­en­í­a, hafi stund­að kosn­ing­a­svindl.

EBU til­kynnt­i í kjöl­far­ið að þau ætl­uð­u sér að skipt­a út dóm­nefnd­um í lönd­un­um sex og að þau hafi rætt við full­trú­a sjón­varps­stöðv­a land­ann­a um mik­il­væg­i þess að rann­sak­a svindl­ið.

Í yf­ir­lýs­ing­unn­i seg­ir TVR að það virð­ist svo sem að það gang­i ekki það sama yfir alla og bend­ir á að til dæm­is hafi Ástral­ar, Sví­ar og Belg­ar kos­ið hvorn ann­an en að þeim hafi ekki ver­ið refs­að eins og þeim sex lönd­um sem EBU full­yrt­i í gær að hafi svindl­að.

Fjall­að er um yf­ir­lýs­ing­u TVR á vefn­um Wi­vibl­oggs og þar seg­ir að mun­ur­inn á Sví­þjóð, Áströl­um og Belg­um og hin­um sex lönd­un­um sé sá að ef að fjar­lægð eru stig þeirr­a þá gekk þeim samt vel, ó­líkt hin­um sex lönd­un­um.