Rúmenska sjónvarpsstöðin TVR hefur hóta að taka ekki aftur þátt í Eurovision og hótað lögsókn gegn Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, í kjölfar þess að sambandið fullyrti í gær að sex lönd, þar á meðal Rúmenía, hafi stundað kosningasvindl.
EBU tilkynnti í kjölfarið að þau ætluðu sér að skipta út dómnefndum í löndunum sex og að þau hafi rætt við fulltrúa sjónvarpsstöðva landanna um mikilvægi þess að rannsaka svindlið.
Í yfirlýsingunni segir TVR að það virðist svo sem að það gangi ekki það sama yfir alla og bendir á að til dæmis hafi Ástralar, Svíar og Belgar kosið hvorn annan en að þeim hafi ekki verið refsað eins og þeim sex löndum sem EBU fullyrti í gær að hafi svindlað.
Fjallað er um yfirlýsingu TVR á vefnum Wivibloggs og þar segir að munurinn á Svíþjóð, Áströlum og Belgum og hinum sex löndunum sé sá að ef að fjarlægð eru stig þeirra þá gekk þeim samt vel, ólíkt hinum sex löndunum.