Rostungurinn sem kíkti á bæjarbúa í Höfn í Hornarfirði í gær synti út á haf í nótt samkvæmt RÚV.

Um var að ræða kvendýr sem kom sér fyrir á bryggjunni og gæddi sér að fiski í boði vegfarenda.

Þá vildi svo til að kvennakvöld Sjálfstæðisflokksins var í gangi á sama tíma og rostungurinn ákvað að kíkja í bæinn.

Rostungurinn lagði sig á milli bita.
Mynd: Valgerður Sigurðardóttir

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra sem heilsaði upp á rostunginn.

„Heldurðu að hann hafi bara ekki gert sér ferð til Íslands á kvennakvöld XD,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið. Hún segir rostunginn miklu stærri en myndirnar sýna.

„Þetta var magnað. Ég sá síðast rostung í Papey fyrir mörgum árum en þessi er miklu stærri. Myndirnar sýna ekki hversu stór hann er. Hann var ekkert ofur hress svo ég spjallaði ekkert of lengi við hann.“

Kvendýr með fínar skögultennur.
Mynd: Valgerður Sigurðardóttir
Rostungurinn kíkti á Sjalla og synti svo burt.
Mynd: Valgerður Sigurðardóttir