Rósirnar í loka­þættinum í nýjustu seríunni af Bachelor voru af­hentar hér á landi í tón­listar­húsinu Hörpu. Þetta kemur fram í nýrri stiklu úr seríunni sem var sýnd í nýjasta þættinum af Bachelorette.

Stikluna má horfa á neðst í fréttinni. Eins og Frétta­blaðið greindi frá mætti pipar­sveinninn Cla­yton Echard hingað til lands fyrr í mánuðinum. Skelltu þau sér meðal annars í Sky Lagoon.

Tökur fóru fram í lykil­þáttum seríunnar og fóru gisti­stefnu­mótin heims­frægu fram hér á landi. Um er að ræða stefnu­mót sem eru oftast í næst­síðasta þætti hverrar seríu.

Þá má sjá stiklu í þættinum sem virðist vera úr Perlunni þar sem Cla­yton fer á deit með einni konunni sem er í hópi síðustu þriggja kepp­endanna. Þá heyrist ein stúlkan spyrja með grát­stafina í kverkunum: „Er hann ást­fanginn af okkur öllum þremur?“