„Það er ekki lengur öruggt í Para­dís,“ segir í nýjust stiklunni fyrir næstu þátta­röð Bachelor in Para­dise. Það styttist í frum­sýningu þátta­raðarinnar en hún fer fram þann 16. ágúst.

Fyrir þau sem þekkja ekki til þá er Bachelor in Para­dise eins­konar sjálf­stætt fram­hald Bachelor og Bachelorette þátta­raðanna þar sem margir þátt­tak­endur fá annað, og sumir þriðja, tæki­færið til að leita að sannri ást.

Sjón er sögu ríkari, tiklan er hér að neðan en þar sést ein­mitt glitta í David Spade sem er einn kynnanna í þáttunum að þessu sinni.

Þar sést starfs­maður segja við þátt­tak­endur „Þetta hefur aldrei gerst áður. En það er ekki öruggt fyrir ykkur að vera í Para­dís lengur.“

Ekki hefur komið ný þátta­röð af Bachelor in Para­dise síðan árið 2019 vegna kórónu­veirufar­aldursins en þó­nokkrar seríur af Bachelor og Bachelorette hafa verið í sýningu og meðal þátt­tak­enda í nýju seríunni eru margir úr þeim seríum eins og Victoria Lars­son sem gerði allt vit­laust í seríu Matt James og Karl Smith sem var rekinn úr nýjustu seríu pipar­meyjarinnar Kati­e Thur­ston.

Fleiri sem vanir á­horf­endur ættu að þekkja er Abiga­il Heringer sem fékk fyrstu rósina í seríu Matt James og Ivan Hall úr seríu Tayshia Adams.

Hér að neðan má sjá mynd af öllum sem taka þátt.