Ó­lík­legt er að réttað verði yfir banda­ríska klám­leikaranum Ron Jeremy sem á­kærður hefur verið fyrir tugi kyn­ferðis­brota. Talið er lík­legt að Jeremy verði úr­skurðaður ó­hæfur til að taka þátt í réttar­höldunum vegna heila­bilunar.

Los Angeles Times greinir frá þessu en hann var sakaður um að hafa brotið kyn­ferðis­lega gegn yfir 20 konum. Átti Jeremy, sem er 69 ára, yfir höfði sér lífs­tíðar­fangelsi.

Í frétt Times kemur fram að réttar­höldin hefðu átt að byrja á liðnu ári, en þeim var frestað eftir að lög­maður Jeremy upp­lýsti dómara og sak­sóknara um að skjól­stæðingur hans þekkti hann ekki lengur.

Í frétt Times kemur fram að þar til bærir sér­fræðingar hafi lagt mat á heilsu Jeremy og komist að þeirri niður­stöðu að hann sé ekki hæfur til að sitja réttar­höldin. Talið er lík­legt að form­leg á­kvörðun um þetta liggi fyrir í næstu viku.