Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, segir kauphegðun viðskiptavina breytast í aðdraganda jóla. Þeir séu rómantískari í kaupum en aðra daga ársins, þar sem nuddolíur, nuddsett, sokkar og nærfatasett rjúki út eins og heitar lummur.
„En síðustu dagana fyrir jólin seljast síðan mjög mikið af gjafasettum sem innihalda tæki, sleipiefni og þannig í einum pakka,“ segir Gerður.
Spurð hvort hún sjái annað sem einkenni breytta kauphegðun viðskiptavina hennar í kringum jólin:
„Það er rosalega mikið af skógjöfum að seljast, en þá er fólk að kaupa í skóinn fyrir makann á borð við lítil spil, kerti, nuddolíu og annað smotterí,“ segir Gerður og bætir við að fólk fari að kaupa dýrari gjafir um miðjan desember mánuð.
Þá segir hún það algengt að fólk gefi makanum gjöf undir koddann.
„Það er svona síðasta jólagjöfin þegar það er búið að ganga frá öllu, allir komnir upp í rúm að þá leynist ein undir koddanum fyrir parið að njóta saman.“
„Þetta er líka svo óvænt, fólk býst ekki við þessu,“ bætir hún við um þessa rómantísku stund.
Hugmyndir að gjöfum undir koddann





