Hótel Keflavík er lúxus gististaður með 4 og 5 stjörnu gistingu sem býður glæsilegar veitingar í sjö mismundi lúxussölum, bari, fundarherbergi, ráðstefnusali og fallegt útisvæði. Það er einnig upplifunarfyrirtæki með spennandi menningarstefnu. „Við erum afar spennt fyrir jólahátíðinni. Við viljum vera upplifunarfyrirtæki sem fær gesti okkar og bæjarbúa til að koma saman og eiga gleðilega og eftirminnilega stund í okkar glæsilega húsnæði,“ segir Steinþór hótelstjóri aðspurður.

FBL Steinþór Jónsson og Hildur Sigurðardóttir eigendur Hótel Keflavík.jpg

Steinþór Jónsson hótelstjóri og eiginkona hans Hildur Sigurðardóttir eru komin í jólaskap og njóta þess að taka á móti gestum í jóladýrðinni./Ljósmyndir aðsendar.

Jólalegir réttir bornir fram frá morgni til kvölds

Um jólahátíðina er ekkert gefið eftir og hefur Hótel Keflavík & KEF Restaurant sett upp einstaklega skemmilegt viðburðardagatal sem mun telja niður dagana til jóla. „Við bjóðum upp á notalega stemningu í kósí rýmum okkar þar sem jólalegir réttir eru bornir fram alla daga í hádeginu og á kvöldin, heitt kakó, kaffi og piparkökur, jólalegir kokteilar og jólaglögg. Fullkomið fyrir þá sem vilja slaka á og njóta í jólaösinni.“ segir Steinþór en mikið hefur verið lagt í að umgjörð innanstokksmuna sé hlýleg og skapi notalega stemningu. „Við erum afar stolt af hátíðarseðli okkar sem er samansettur af 3-5 spennandi og girnilegum jólaréttum.“ Meðal rétta sem verður boðið upp á er malt og appelsín grafinn lax, tvíreykt hangikjöt, hörpuskel og tígrísrækjur, grillað hreindýrafillet og bakað epli með kanil. Mögulegt er að fá sérvalin vín með hverjum rétti til að kóróna máltíðina. „Við reynum ávallt að toppa okkur frá síðasta ári og hafa gestirnir okkar hafa verið einstaklega ánægðir með hátíðarseðilinn og geta þeir gengið að því vísu að þeir fá góða þjónustu og ljúfengan mat hjá okkur á jólunum.” Gestum er þjónað til borðs svo engin þörf á að standa upp og fara í röð. „Hátíðarseðillinn okkar er í boði alla föstudaga og laugardaga til jóla en svo mun djazzdúettinn Marína og Mikael mæta og leika ljúfa djazztóna fyrir gesti undir hátíðlegu borðhaldi valda daga í desember.“

FL Grillað hreindýrafillet með vínpörun.jpg

Grillað hreindýrafillet með vínpörun í jólabúningi./Ljósmyndir aðsendar.

FBL diamond lounge & bar.jpg

Jólabjórsmakk skemmtileg upplifun

Einnig er boðið uppá smakk á jólabjór. „Jólabjórsmakk er skemmtileg upplifun í mat og drykk fyrir pör, vinahópa og vinnufélagana alla fimmtudaga fram að jólum kl 19:00. Í jólabjórsmakkinu verða í boði fjórir hátíðlegir réttir og með hverjum rétt fylgir smakk af tveimur jólabjórum. Nafni jólabjóranna verður haldið leyndu þar til í lok máltíðar og þú munt hafa einkunnaspjald til að gefa þeim einkunn og valið þann jólabjór sem þér þykir bestur.“

FBL móttaka jólamynd 2.jpg

Jólin hátíð barnanna

Það er líka hugsað vel um börnin og viðburðir sem gleðja yngri kynslóðina í forgrunni. „Jólin eru hátíð barnanna og við viljum búa til fallega samverustund hjá okkur alla sunnudaga í bröns kl 12:00 á KEF en þá munu jólasveinar kíkja til byggða og gleðja og syngja fyrir börnin meðan þau gæða sér á ljúffengum amerískum pönnukökum. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna sem og ömmur og afa til að koma og hafa gaman saman.“

FBL Bakað epli með kanil ásamt vínpörun.JPG

Bakað epli með kanil kemur með bragðið af jólunum./Ljósmyndir aðsendar.

FBL Hörpuskel og tígristækjur ásamt vínpörun.jpg

Hörpuskel og tígrisrækjur í jólabúningi að hætti kokksins./Ljósmyndir aðsendar.