Hljómsveitin fræga The Rolling Stones snýr aftur á svið í lok september, þá með tónleikum í St. Louis í Bandaríkjunum. Við tekur svo ferðalag um þrettán borgir í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna í haust.

Til stóð að halda tónleikana í fyrra en þeim var frestað vegna Covid-faraldursins. „Við erum himinlifandi að geta tilkynnt nýjar dagsetningar fyrir tónleikaferðalag okkar um Bandaríkin,“ segir í tilkynningu frá Íslandsvinunum í dag. „Við þökkum ykkur fyrir þolinmæðina sem þið hafið sýnt á þessum erfiðu og færdæmalausu tímum.“

Í fyrra stóð til að halda tónleika í Kanada líka en ekki er búið að tilkynna nýjar dagsetningar.

Á meðan faraldrinum stóð barðist gítarleikarinn Ronnie Wood við krabbamein, sagði hann í apríl að hann væri tilbúinn til að halda áfram. Söngvarinn Mick Jagger sat ekki auðum höndum og gaf út lagið Easy Sleazy í apríl með trommuleikaranum Dave Grohl.