Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, bauð Roger Waters, fyrrum forsprakka bresku hljómsveitarinnar Pink Floyd, væna fjárfúlgu í staðinn fyrir að nota lagið Another Brick in the Wall (Part 2) til að auglýsa Instagram. Tónlistarmaðurinn afþakkaði boðið pent með því að segja Zuckerberg að hoppa upp í rassgatið á sér.

Waters greindi frá þessu á fundi til stuðnings Julian Assange, aðalritstjóra Wikileaks. Sagði hann samfélagsmiðlarisann Facebook eiga stóran þátt í að bæla niður fréttir um Julian Assange. Facebook væri að nota allar leiðir til að stækka einokunarstöðu sína í heiminum.

„Þetta er lúmsk leið til að taka yfir gjörsamlega allt. Við, sem höfum einhver völd — og ég hef nú einhver völd eins og að réttinn á lögunum — munum ekki taka þátt í þessu kjaftæði, herra Zuckerberg,“ sagði Waters og las upp bréfið sem Facebook sendi honum. Hér fyrir neðan má sjá fundinn.