Bandaríski leikarinn Seth Rogen segist ekki ætla að vinna aftur með leikaranum James Franco og að hann sjái mikið eftir brandara sem hann sagði árið 2014 í Saturday Night Live en árið 2018 sökuðu fimm konur Franco um að hafa hagað sér á kynferðislega óviðeigandi og að hafa misnotað stöðu sína. Sátt náðist í málunum í byrjun þessa árs.
Rogen hefur ekki áður ávarpað ásakanirnar en í viðtali við Sunday Times sagði hann að hann hefði engin plön um að vinna aftur með honum.
Hann talaði einnig í viðtalinu um ávarp hans í SAturday Night Live þar sem, hann gerir grín að því að 17 ára stúlka hafi greint frá því að Franco hafi sent henni skilaboð á samfélagsmiðlum og viljað hitta hana.
„Ég ákvað að stríða James Franco,“ sagði hann í SNL og að hann hefði þóst verið stúlka á Instagram sem hafi verið allt of ung. „Honum virtist alveg sama. Ég á stefnumót við hann á Ace Hotel,“ sagði Rogen í SNL.
„Það sem ég get sagt er að ég fyrirlít ofbeldi og áreitni og ég myndi aldrei hylma eða fela gjörðir einhvers sem gerir það, eða vísvitandi setja einhvern í þá stöðu að vera í kringum einhvern sem er þannig,“ sagði Rogen við Times og að þegar hann liti til baka á brandaranna sem hann sagði í SNL þá sæi hann mjög eftir honum.
„Þetta var hræðilegur brandara, í hreinskilni sagt,“ sagði hann.
Greint er frá á Variety en viðtalið er í heild sinni hér.