Lífið

Rock segir að um­deilt við­tal hafi verið falsað

Dwayne The Rock Johnson kannast ekki við ummæli sín sem breska slúðurblaðið Daily Star hafði eftir kappanum um þúsaldarkynslóðina svoköllluðu.

Dwayne The Rock er ekki þekktur fyrir neikvæðni. Fréttablaðið/Getty

Stórstjarnan Dwayne the Rock Johnson segir að nýleg ummæli sem höfð voru eftir honum í meintu viðtali við netmiðilinn Daily Star hafi verið algjörlega fölsuð en í viðtalinu var að því gert skóna að leikarinn væri orðinn þreyttur á „snjókornakynslóðinni svokölluðu“ sem alltaf hneykslar sig á öllu.

Aðrir miðlar voru fljótir að greina frá viðtalinu sem breska slúðurblaðið fullyrti að væri einkaviðtal en þar var því haldið fram að Rock væri orðinn þreyttur á þúsaldarkynslóðinni og var hann sagður hafa sagt að „snjókornakynslóðin eða hvað sem þú vilt kalla þau eru í raun og veru að ýta okkur öllum aftar.“

Ljóst er að leikarinn kannast ekkert við að hafa látið hafa eftir sér umrædd ummæli né heldur að hafa verið í viðtali við breska slúðurblaðið en hann greindi frá þessu á Instagram.

„Þetta viðtal átti sér aldrei stað, gerðist aldrei, ég sagði ekkert þessara orða, þetta er algjörlega ósatt, hundrað prósent falsað og ég var vægast sagt gáttaður þegar ég vaknaði í morgun.

Þú veist þetta er ekki í alvörunni DJ (Dwayne Johnson) viðtal ef ég er að móðga heilan hóp, kynslóð eða bara hvern sem er, af því að það er bara ekki ég.“

Forsvarsmenn slúðurblaðsins hafa ekki brugðist við ummælum stjörnunnar um viðtalið en hafa þó tekið það úr birtingu á heimasíðu sinni. Viðtalið var unnið af ónefndum blaðamanni í lausamennsku sem staddur er erlendis en hann hefur ekki svarað fyrirspurnum erlendra fjölmiðla. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Stranger Things stikla: „Erum ekki börn lengur“

Lífið

Ó­trú­lega stolt en á sama tíma sorg­mædd

Lífið

Efna til tón­listar­há­tíðar í til­efni 50 ára af­mælis Woodstock

Auglýsing

Nýjast

Bóka­dómur: Elsk­endur í út­rýmingar­búðum

Hundar skilja ótrúlega margt

Veisla fyrir hamingjusama hunda

Brit gæðafóður fyrir kröfuharða hunda og ketti

Gott hundafóður skiptir öllu

Fiskeldi er sjálfbært og afturkræft

Auglýsing